Í yfirlýsingu sem forstöðumenn vogunarsjóðsins Boreas Capital hafa sent frá sér kemur fram að þeir lögðum fram hugmynd að 50 milljarða norskra króna (1000 milljarða) lánalínu til Íslands sem gæti orðið til þess að losna við AGS úr landi. Þessi lína bæri lítinn kostnað eða 0,25% á ári og eingöngu myndu Íslendingar greiða vexti (4% var lagt fram) af þeim fjárhæðum sem þeir myndu draga á línuna.

,,Þessi lánalína  kæmi okkur Íslendingum á lappir, hækkaði lánshæfismat okkar og styrkti krónuna. Seðlabankar Íslands og Noregs gætu í kjölfarið unnið í samvinnu við að stýra okkur út úr þessu og keypt t.d. upp skuldabréf íslenska ríkisins með afföllum, greiða upp óhagstæð lán og taka ný og eða draga á línalínuna. Það er alveg ljóst að skuldatryggingarálag Íslands (CDS) myndi lækka  við þessa línu  og opna dyrnar fyrir Ísland á alþjóðlega lánamarkaði. Með því að fá þessa línu væri mögulegt að aflétta höftum, lækka stýrivexti og þannig laða að erlenda fjárfesta. Lánalínan yrði útfærð eftir fjármagnsþörf landsins og fjárhæðir með endurgreiðslugetu í huga.  Við lögðum til að við notuðum 1/3 í að laga fjárlagahallann, 1/3 í erlendar skuldir á næstu þremur árum og 1/3 í að styrkja gjaldeyrisforðann.  Samkvæmt okkar útreikningum þá þurfum við kannski að draga 1/3 til 2/3 af 1000 milljarða lánalínu þar sem hún virkar á mörgun stöðum sem svokölluð stríðskjöldur (e. warchest)," segir í yfirlýsingu þeirra Boreasmanna en undir hana skrifa Ragnar Þórisson og Frank Pitt.

Í yfirlýsingu þeirra kemur fram að beiðni  norsku þingmannanna eru þeir að skrifa minnisblað um ofangreind atriði og er það í vinnslu. ,,Minnisblaðið verður sent frá okkur á næstu dögum. Það var sérstaklega áhugavert hvernig norsku hægri og vinstri flokkarnir voru hvað ákafastir í að láta skoða þennan möguleika sem fyrst. Eftir að hafa hitt alla átta stjórmálaflokka Noregs komumst við að því að Norðmenn kalla Íslendinga bræður, en Norðmenn eru yfirleitt kallaðir frændur af Íslendingum."

Til baka