Íslenski vogunarsjóðurinn Boreas Capital Fund hefur verið að standa sig einkar vel á þessu ári og er meðal annars til umfjöllunar á forsíðu hjá Hedge Nordic fréttaveitunni. Þar hefur verið greint frá því að eftir að hafa borið saman árangur 125 sjóða á Norðurlöndunum þá virðist sem Boreas Capital sé annar besti sjóðurinn ef reiknað er út ávöxtun á þessu ári til og með júlí.

Frá  og frá og með ágúst er hann í fyrsta sæti miðað við þá sjóði sem nú þegar eru búnir að gefa upp afkomutölur fyrir ágúst, en sjóðurinn er upp um 70% á þessu ári (í evrum talið).

Sjóðurinn hækkaði um 17.95 prósent í júlí sem er besti mánuður hans frá upphafi. Sömuleiðis ávaxtaðist hann mjög vel í ágúst en þá hækkaði hann um 12,16 prósent. Eins og áður segir hefur hann hækkað um 70% það sem af er ári.

Boreas Capital Fund fjárfestir einkum á Norðurlöndum og hefur verið í stuttum stöðum (e. short) í Noregi en löngum (e. long) í Svíþjóð.

Að Boreas koma Ragnar Þórisson sjóðsstjóri, Tómas Gestsson og Gunnar Helgason.