Lagt er til að sjúklingar greiði komugjald vegna innlagna á sjúkrahús í stað 1.200 króna gjalds fyrir hvern legudag eins og áformað er í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Morgunblaðið fjallar um málið í dag og segir að þetta komi fram í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár.

Í blaðinu segir að nái tillagan fram að ganga verð gerð sú breyting á lögum um sjúkratryggingar sem heimili upptöku komugjalds við innlögn á sjúkrahús. Það nái m.a. til kostnaðar við innritun og aðstöðu. Ekki er þó gert ráð fyrir því að innheimta gjald vegna innlagnar á fæðingardeildir.

Í nefndarálitinu segir að lagt er til að aldraðir, öryrkjar og börn fái afslátt af komugjaldinu. Komugjaldið verði aðeins innheimt einu sinni vegna hverrar innlagnar og legu á sjúkrahúsi. Önnur gjaldtaka af inniliggjandi sjúklingi verði ekki heimil. Þá mun ráðherra fá heimild til að kveða nánar á um gjaldið í reglugerð, s.s. hversu hátt það á að vera.