Íslensk fyrirtæki verja hundruð milljóna króna í auglýsingar á netinu. Erlendir netrisar á borð við Google og Facebook eru umsvifamiklir á netauglýsingamarkaði.

Morgunblaðið fjallar um málið í dag og hefur eftir Pétri Óskarssyni, framkvæmdastjóra Samskiptasviðs Símans, að fyrirtækið auglýsi í gegnum Facebook og Google. Hlutfall slíkra auglýsinga hjá Símanum geti verið um 5% af stærri herferðum fyrirtækisins um þessar mundir og um 20% af þeim fjármunum sem renni til auglýsinga á netinu.

Þá kemur fram umfjöllun Morgunblaðsins að samkvæmt ABS-fjölmiðlahúsi megi áætla að íslenski auglýsingamarkaðurinn velti 8,5 milljörðum króna í ár.