Húsasmiðjan leigir allt húsnæði undir verslunarrekstur sinn. Um 55% af leiguhúsnæðinu er í eigu Eikar og mikill meirihluti leigusamninga félagsins eru tengdir við gengi erlendra gjaldmiðla. Því hefur leigukostnaður þess rokið upp eftir hrun íslensku krónunnar. Í sölugögnum, sem Viðskiptablaðið hefur séð, kemur fram að leigukostnaður ársins 2011 er áætlaður 1.020 milljónir króna sem er um 7,9% af veltu Húsasmiðjunnar. Leigan hefur hækkað um 130 milljónir króna frá árinu áður. Til að átta sig á hversu mikið leigukostnaður sem hlutfall af veltu hefur aukist þá var hann um 4% árið 2007.

Nánar er fjallað um útboðsgögn Húsasmiðjunnar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.