Stór hópur frá Bandaríkjunum kemur til landsins eftir tíu daga í þeim tilgangi að sjá sólmyrkvann og norðurljósin. Ferðin er skipulögð af bandarísku ferðaskrifstofunni Betchart Expedition, sem sérhæfir sig í vísindaferðum. Ferðaskrifstofan er með náin tengsl við fjölda bandarískra fagfélaga í vísindum. "Það eru um 200 manns sem koma til Íslands á okkar vegum," segir Bob Nansen, hjá Betchart Expedition, í samtali við Viðskiptablaðið.

Nansen segir að leigðar hafi verið þrjár Boeing 757 þotur af Icelandair þann 20. mars þegar sólmyrkvinn verður. Þær munu fljúga með mannskapinn í átt að Færeyjum þar sem skilyrðin til að sjá sólmyrkvan eru best. Það þarf þrjár vélar því aðeins er setið öðru megin í vélunum, sólarmegin. Tveir farþegar verða við hvern glugga.

„Það er fyrir löngu uppselt í þessa ferð og við erum með nokkuð langan biðlista." Nansen segir að ferðin til Íslands hafi verið skipulögð í samstarfi við The American Association for the Advancement of Science. Þetta félag er með 140 þúsund meðlimi og gefur út hið virta vísindarit Science. Hann segir að ferðin hafi einnig verið skipulögð í samstarfi við The Planetary Society, sem telur 100 þúsund félaga og Kaliforníuháskólann í Berkeley (University of California, Berkeley).

Í heildina kostar ferðin, sem stendur frá 15. til 23. mars, um 7.500 dollara á mann eða ríflega eina milljón króna. Í heildina borgar hópurinn því um 200 milljónir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Framkvæmdastjóri Fjarðalax segir ósanngjarnt að segja að fiskeldisfyrirtæki borgi enga skatta.
  • Eggert Þór Kristófersson nýr forstjóri N1 segist vera ódýri forstjórinn og breytingarnar séu hluti af kostnaðarlækkun.
  • Starfsmenn eftirlitseininga gætu fengið kaupaukagreiðslu ef nýtt frumvarp nær fram að ganga.
  • Eftir tveggja ára viðræður við Apple lásu Norðmenn um það í fréttum að reista ætti gangaverið í Danmörku.
  • Framahaldsskólakennarar voru með hæstu heildarlaunin en höfnuðu 11,3% hækkun.
  • Þrjú félög fara á markað á árinu og sér Arion banki um skráningarnar. Bakinn leitast eftir að losa hlut sinn í félögunum.
  • Forstjóri Ólís hefur starfað hjá fyrirtækinu í tuttugu ár og segir samkeppnina vera harða.
  • Heimildarmynd um íslensku krónuna verður frumsýnd í Bíó paradís um helgina.
  • Nýr framkvæmdstjóri CP Reykjavík spilar á hljómborð með Basil fursta.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað.
  • Týr fjallar um skottulækningar.
  • Óðinn skrifar um verðhjöðnun.
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira