Penguin Random House kemur til með að borga 65 milljónir dollara eða því sem jafngildir 6.952 milljónum íslenskra króna, fyrir endurminningar hjónanna Barack og Michelle Obama. Financial Times gerir þetta að umfjöllunarefni sínu.

Uppboð fór á fram á útgáfuréttindum fyrir bækurnar. Penguin neitaði að staðfesta fregnirnar en heimildarmenn staðfestu að bókaútgefandinn hafi eytt yfir 65 milljónum dollara fyrir. Slík upphæð hefur aldrei verið greidd fyrir réttinn á endurminningum forseta Bandaríkjanna. Penguin Random House lét af hendi 15 milljónir dollara fyrir endurminningar Bill Clinton og borgaði bókaútgáfan Crown 10 milljónir fyrir endurminningar George W. Bush.

Markus Dohle, forstjóri Penguin Random House, sagði að þau væru hæstánægð að halda áfram samstarfinu við forsetann og frú. Hann tók einnig fram að orð þeirra og leiðtogahæfni hafi breytt heiminum. Penguin Random House hefur áður gefið út þrjár bækur um forsetann. Hjónin hyggjast nú skrifa tvær aðskildar bækur, en seldur réttindin saman.