Styrkur Vegagerðarinnar til rekstrar Herjólfs nam 740 milljónum króna fyrir árið 2011 en samningurinn við Eimskip gerir ráð fyrir styrk að fjárhæð 681 milljón króna á ári 2012 til 2014. Hann lækkar því á milli ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Samningurinn sem gerður var við Eimskip 27. apríl að loknu útboði felur í sér að gert er ráð fyrir um 900 ferðum á ári í Landeyjahöfn og ríflega 300 ferðum á ári í Þorlákshöfn á samningstímanum. Mikill munur er á kostnaði við siglingar á þessar tvær hafnir og er tekið á því í samningnum. Þurfi að sigla oftar til Þorlákshafnar hækkar styrkurinn.