Viðskiptaþátturinn í dag hefst á sagnfræðilegum nótum en Magnús L. Sveinsson, fyrrverandi formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, hefur tekið saman rit um helstu áfanga í kjarabaráttu félagsins. Í bókinni er saga kjarabaráttu VR rakin frá 1955 til dagsins í dag út frá þeim árangri sem náðst hefur í kjarasamningum. Þar er einnig lagt mat á það hverju verkföll hafa áorkað í kjarabaráttu VR í gegnum tíðina.

Hver er hræddur við hagvöxt? spyr Greiningardeild Landsbankans en í fyrramáli heldur Landsbankinn morgunverðarfund á Grand Hótel. Þar verður sjónunum beint að getu efnahagslífsins til að takast á við þann mikla hagvöxt sem framundan er. Við fáum Björn Rúnar Guðmundsson hagfræðing greiningardeildar til að ræða þetta í þættinum

Í lok þáttarins kemur Stefán K. Magnússon, markaðsstjóri Hugbúnaðar hf., í þáttinn en unnið er að uppsetningu á afgreiðslukerfi frá félaginu í verslunum Morrison keðjunnar í Bretlandi.