Hjörtur Gíslason, stjórnarformaður Ögurvíkur, segir einsýnt að verði ekki gerðar breytingar á álagningu veiðigjalda muni fyrirtæki hans ekki hafa rekstrargrundvöll til framtíðar. Álagning veiðigjalda fyrir árið 2010 tók allan hagnað fyrirtækisins það ár og 22 milljónum betur.

"Skatturinn mun knésetja okkur. Ef þetta módel verður keyrt svona áfram er ljóst að mörg félög heltast úr lestinni," segir Hjörtur í viðtali við Fréttablaðið í dag.