Kínverski rithöfundurinn Zhang Wei greiddi ríflega milljón krónur fyrir glas af viskí sem sögð var frá árinu 1878 á Waldhaus am See hótelinu í St. Moritz í Sviss.

Drykurinn hafði nokkuð tilfinningalegt gildi fyrir Wei, sem var í Sviss með ömmu sinni. Flaskan átti að vera jafn gömul langalangaömmu Wei sem var amma ömmu Wei.

Eftir að kínverskur vefmiðill greindu frá Wei efuðust margir um að aldur flöskunnar gæti staðist og settu sig í samband við hótelið. Hótelið réð Rare Whisky 101, fyrirtæki sem sérhæfir sig í að verðmeta viskí til að kanna málið. Eftir kolefnisgreiningu Oxford háskóla kom í ljós að flaskan reyndist vera frá árabilinu 1970 til 1972.

Flaskan hafði verið í eigu hótelsins í 25 ár, sem voru grunlausir um að eitthvað misjafnt væri í gangi. Hótelstjórinn Sandro Bernasconi, flaug til Kína eftir að málið kom upp og endurgreiddi Wei kaupverðið að glasinu, sem sagðist að öðru leiti vera sáttur með dvöl sína í Sviss.

Washington Post segir falsanir sem þessar nokkuð algengar enda sjaldgæft að hægt sé að smakka viskí áður en fest er kaup fágætum viskíflöskum.