Stóru bankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki, rukka allir fyrir notkun hraðbanka þegar um er að ræða viðskiptavini annarra viðskiptabanka. Dýrastur er Landsbankinn þar sem notkunin kostar 150 krónur, næstur Arion banki þar sem þjónustan kostar 100 krónur og þar á eftir Íslandsbanki þar sem þjónustan kostar 95 krónur.

Sagt er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Þar er haft eftir fulltrúum eins bankanna að tekjurnar fari í rekstur hraðbanka og hafi gjaldtakan hafist 1. október síðastliðinn. Hjá öllum bönkunum geta viðskiptavinir hins vegar notað bankanna endurgjaldslaust.