Borgar Þór Einarsson hdl. hefur hafið störf hjá Cato lögmönnum í Katrínartúni. Borgar Þór var áður einn eigenda OPUS lögmanna. Borgar Þór starfaði í lögfræðiráðgjöf Landsbanka Íslands frá 2005 til 2008.

Frá október 2008 starfaði hann í lögfræðiráðgjöf NBI hf. og sá meðal annars um málflutning fyrir hönd bankans, innleiðingu verklags vegna gjaldeyrishafta og innleiðingu nýrra skilmála og verklagsreglna vegna verðbréfaviðskipta.

Borgar Þór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1995 og dvaldi í Montpellier í Frakklandi veturinn á eftir við nám í frönsku. Hann útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 2004.