Borgarastyrjöld ríkir inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins, þetta sagði Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, í Silfr­inu á RÚV í há­deg­inu. Umræðuefni þáttarins var m.a. nýstofnað Fram­fara­fé­lag Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins og áður for­sæt­is­ráðherra. Rætt var um hvort stofnun félagsins væri upphafið að klofningu Framsóknarflokksins.

Viðmælendur þáttarins höfðu mismunandi skoðanir á framtaki Sigmundar en þannig taldi Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar að það væri litað af skoðunum hans um að hann verði að leiða eitt­hvað. „Manni sýn­ist þetta snú­ast um hans þörf til að hafa völd.“ Eins velti hann því fyrir sér hvort nafnið, Fram­fara­fé­lagið, væri orðal­eik­ur og vísaði til framboðs hans í næstu kosningum.

Orðræða Sigmundar minnir á Donald Trump

Jón Trausti sagði orðræðu Sigmundar á fundinum í gær minna á Donald Trump en Sigmundur sagði m.a. að stjórn­mál væru að breyt­ast í grund­vall­ar­atriðum og slíkt kallaði á viðbrögð. Benti Jón Trausti á að hann hafi þannig stillt kerf­inu upp sem vanda­mál­inu og eins hafi hann stillt fjöl­miðlum upp sem hluta af kerf­inu. „Þetta eru hlut­ir sem minna á stjórn­mál Don­alds Trump, en svo var­ar hann sjálf­ur við öfga­öfl í sam­lík­ingu við Trump“.