Borgarbúar munu styðja við hjálparstarf vegna yfirstandandi hörmunga í Sýrlandi. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum að veita sem svarar 100 krónum á hvert barn í Reykjavík til hjálparstarfsins. UNICEF á Íslandi er falin ráðstöfun fjárins, en fjármagnið komi af liðnum ófyrirséð í fjárhagsáætlun.

Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna hvatti önnur sveitarfélög að til að fara að dæmi Reykjavíkurborgar, en Vinstri grænir fluttu tillöguna upphaflega í borgarráði.