Vika er langur tími í pólitík. Allt getur breyst í einni svipan. Það hafa sjálfstæðismenn í borginni fengið að reyna. Staða oddvita þeirra, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, er aftur orðin að sérstöku umtalsefni.

Ástæðan er fyrst og fremst ummæli hans í Kastljósi Sjónvarpsins í síðustu viku. Þar talaði hann um umboð og borgarlögmann í REI-málinu en leiðrétti sig síðan og sagðist hafa verið að vísa til óformlegs umboðs frá fyrrverandi borgarlögmanni. Hann hefur vegna þessara orða verið sakaður um hreinar lygar en sjálfur talar hann um klaufalegt orðalag.

Hann íhugar þó í ljósi þessa hvort hann eigi afturkvæmt í borgarstjórastólinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .