Nýtt stjórnarfrumvarp um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni hefur verið lagt fram á Alþingi. Verði frumvarpið að lögum verður meðal annars hægt sækja um svokallað borgarleyfi, sem er nýjung.

Leyfið er ætlað þeim sem hyggjast bjóða upp á skoðunar- og kynnisferðir á vistvænum farartækjum öðrum en bifreiðum. Eru léttvangar, eða svokallaðir tuk-tuk, sérstaklega nefndir í þessu sambandi. Viðskiptablaðið greindi einmitt frá því fyrir skömmu að nýtt ferðaþjónustufyrirtæki hygðist bjóða ferðamönnum að fara í skoðunarferðir um Reykjavík á rafmagnsþríhjólum, svokölluðum tuk tuk farartækjum.

Lagaákvæðið var sett inn að ósk Reykjavíkurborgar.