Bæjarstjórn Garðabæjar ákvað að efna til samkeppni um rammaskipulag Lyngássvæðis og svæðisins við Hafnarfjarðarveg. Í fyrsta sæti var tillaga arkitektastofunnar Batteríið-Arkitektar, landslagsarkitektastofunnar Landslags og Mannvits.

Tillagan hnýtir saman Lyngássvæði, Hraunsholtslæk og Hafnarfjarðarveg. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð, samgöngumið- stöð. Í skipulaginu er gert ráð fyrir að borgarlína milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar með annaðhvort léttlest eða BRT kerfi, verði sett upp og lögð gegnum svæðið.