Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að fela íþrótta- og tómstundaráði og menningar- og ferðamálaráði að gangast fyrir því að reistur verði minnisvarði í nágrenni Laugardalshallar til minningar um skákeinvígi aldarinnar sem þar fór fram og í minningu skákmeistarans Bobby Fischers sem er nýlátinn.

Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar, lagði þessa tillögu fram á síðasta borgarstjórnarfundi sínum í gær. Tillagan var borin upp í borgarráði og var þar samþykkt.