Viðskiptablaðið hefur nú unnið tvær úttektir á fjárhag Reykjavíkurborgar. Sú fyrri var gerð þann 7. maí síðastliðinn en sú nýrri seinastliðinn fimmtudag þegar Viðskiptablaðið kom út. Í nýrri úttektinni kemur til dæmis fram að veltufé frá rekstri Reykjavíkurborgar dugi ekki lengur fyrir afborgunum af lánum, að útgjöld hafi aukist talsvert umfram verðlag, fólksfjöldaþróun og kostnað við nýja málaflokka, auk þess sem grunnrekstur borgarinnar standi ekki nægilega vel.

Viðskiptablaðið gerði árangurslausar tilraunir til að ná sambandi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra við vinnslu úttektarinnar. Tilraun var gerð til að hringja í síma hans síðasta mánudag, auk þess sem send var beiðni í tölvupósti um símaviðtal sama dag.

Það er sami háttur og var hafður á þegar fyrri úttekt Viðskiptablaðsins var gerð um fjárhag borgarinnar 7. maí, með sama árangri.

Á þriðjudag flutti borgarstjóri hins vegar ræðu þar sem hann velti upp hugmyndum að lausn á rekstrarvanda borgarinnar. Kom t.a.m. fram að tryggja þyrfti aukið fjárhagslegt aðhald, auknar tekjur af ferðamönnum, t.d. með rútugjöldum eða hærri gjöldum á sundstaði. Þá þyrfti að draga úr húsnæðiskostnaði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .