Útflutningsráð skipuleggur nú viðskiptasendinefnd til Moskvu dagana 4.-6. júlí 2007. Borgarstjóri Reykjavíkur, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðir viðskiptasendinefndina í heimsókn sinni til Moskvuborgar. Í ferðinni verður sérstök áhersla lögð á orkumál og hefur verið boðað til viðskiptaþings um nýtingu endurnýjanlegrar orku og viðskipti því tengd fimmtudaginn 5. júlí.

Nú þegar hafa leiðandi fyrirtæki staðfest þátttöku sína í sendinefndinni, s.s. Orkuveita Reykjavíkur, Enex, Geysir Green Energy og HydroKraft Invest. Fyrirtækjum í tengdum greinum hefur verið boðin þátttaka í þinginu og einnig aðstoð við skipulagningu funda með rússneskum fyrirtækjum á meðan á heimsókninni stendur.