*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 12. október 2014 10:43

Borgarstjórnarkosningar kostuðu Pírata rúma milljón

Rekstrarafgangur Pírata í Reykjavík að loknum kosningum nam tæpum fjögur hundruð þúsund krónum.

Ritstjórn

Heildarkostnaður Pírata við borgarstjórnarkosningarnar í vor var 1.076.268 krónur. Af því fór mest í kynningarkostnað, eða 673.975 krónur, en 278.489 krónur runnu í rekstur kosningaskrifstofu.

Aðalfundur Pírata í Reykjavík var haldinn í gær, en frá honum er sagt á heimasíðu flokksins.

Fjárframlög til aðildarfélags Pírata í Reykjavík námu 1.464.664 krónum. Þar af komu 827.000 krónur frá Reykjavíkurborg vegna árangurs Pírata í kosningunum, en Píratar náðu inn einum manni í borgarstjórn, Halldóri Auðar Svanssyni.

Þá námu fjárframlög frá einstaklingum og fyrirtækjum 637.664 krónum. Rekstrarafgangur aðildarfélagsins að loknum kosningum var því 388.396 krónur.