Borghildur Erlingsdóttir
Borghildur Erlingsdóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

„Starfs míns vegna fer ég mikið á fundi erlendis og þá er ég yfirleitt í þægilegum fatnaði. Fötin frá ELLU henta mér sérstaklega vel þar sem ég á bæði þægilegan kjól til að sitja í flugvél og hentugan fatnað fyrir langar fundarsetur. Svo hreinlega krumpast ELLU fötin ekki í ferðatöskunni. Ég legg einnig mikið upp úr því að klæðast íslenskri hönnun þegar ég er á fundum erlendis,“ segir Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu. Borghildur stofnaði einnig kvenndadeild Kraftlyftingadeild Gróttu fyrir nokkrum árum og er varaformaður deildarinnar í dag.

Skiptirðu um föt og klæðist einhverju þægilegra/frjálslegra eftir vinnu? „Já, ég skipti alltaf um föt eftir vinnu. Ég fer bara í annan gír og þar sem ég æfi kraftlyftingar þá er stór hluti af fataskápnum hvers kyns æfingafatnaður og nýjasta viðbótin er geggjaður samfestingur frá Systrasamlaginu á Nesinu, hann á víst að vera til jógaiðkunar en hann er bara svo miklu meira en það.“

Nánar er rætt við Borghildi og þrjá aðra forstjóra sem opna fataskápa sína í nýjasta tölublaði Eftir vinnu sem er komið út. Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook .