Stjórn Faxaflóahafna greiðir hluthöfum 173 milljónir króna í arð vegna afkomunnar á síðasta ári. Hagnaður Faxaflóahafna nam 367,4 milljónum króna í fyrra sem er um 50% aukning á milli ára. Arðgreiðslan breytist ekkert á milli ára.

Reykjavíkurborg á 75,55% hlut í Faxaflóahöfnum og fær í samræmi við það 130,7 milljónir króna. Akraneskaupstaður er annar stærsti hluthafinn með 10,78% hlut og fær rétt rúmar 18,6 milljónir. Aðrir hluthafar, þ.e. Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og Skorradalshreppur, fá minna. Skorradalshreppur á minnstan hlut hluthafa í Faxaflóahöfnum, 0,2216% og fær rúmar 3,8 milljónir króna í arð.