Reykjavíkurborg hefur greitt Valsmönnum hf., fjárhagslegum stuðningsaðila knattspyrnuliðsins Vals, samtals 470 milljónir króna í tafabætur á síðustu þremur árum vegna tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna tafa á skipulagsvinnu á byggingarlandi í eigu þess. Borgin hefur nú tekið einhliða ákvörðun um að greiða ekki frekari bætur til Valsmanna ehf.

Félagið skuldar 2,9 milljarða króna samkvæmt ársreikningi sem skilað var inn í byrjun desember. Eina eign Valsmanna er dótturfélag sem heldur á byggingarlandi við Hlíðarenda. Bókfært virði þess lands hækkar ár frá ári þrátt fyrir að ekki sé búið að byggja neitt á því og lítil sem engin eftirspurn sé eftir nýju byggingarlandi.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .