Nýr veitingastaður var opnaður þann 29. apríl síðastliðinn á Hótel Borg á Pósthússtræti undir heitinu Borg Restaurant. „Viðtökurnar hafa verið ævintýralega góðar, í raun mun betri en við þorðum að vona,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, sem rekur staðinn með eiginkonu sinni, Kristínu Ólafsdóttur framreiðslumeistara, en þau hjónin störfuðu meðal annars lengi fyrir forsetaembættið á Bessastöðum.

Hann segir að mörg kvöld og hádegi hafi verið uppbókuð síðan dyrnar opnuðu. „Þetta kemur okkur skemmtilega á óvart af því að við erum ekki byrjuð að auglýsa neitt af viti. Ég held að fólk sé bara eitthvað svo til í þetta.“

Hann segir að fólk hafi saknað „Borgarinnar“. „Það eru margir sem eiga fallegar og góðar minningar af Hótel Borg. Fólk er að deila með sér sögum af því að djamma í Borginni og að sækja ýmiss konar veisluhöld.“ Jóhann segir að oftar en ekki sé lifandi tónlist á kvöldin. „Það hefur sett mjög skemmtilegan blæ á staðinn, enda saga Hótels Borgar samtvinnuð tónlistarsögu Íslands.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði