Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í dag samning um leigu á aðstöðu fyrir náttúruminjasýningu í Perlunni. Með samningnum fær Náttúruminjasafn Íslands, varanlegt húsnæði undir sýningu um náttúru Íslands.

Áformað er að sýningin opni í Perlunni haustið 2014.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykktu fyrir síðustu áramót að leyfa sölu á Perlunni. Tankarnir eru eftir sem áður í eigu Orkuveitunnar. Söluverðið nam um 950 milljónum króna og voru samningar takmarkaðir við yfirvöld menningarmála að þau leigi húsið undir náttúruminjasafn.