*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 15. ágúst 2018 17:45

Borgin segir fundinn lögmætan

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að að mati lögfræðinga borgarinnar hafi fundur Skipulags- og samgönguráðs verið lögmætur.

Ritstjórn
Lögfræðingar borgarinnar telja fundinn umdeilda hafa verið lögmætan.
Haraldur Guðjónsson

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hélt í dag fund, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins töldu ólögmætan, sökum annmarka við boðun fundarins. Fulltrúarnir ákváðu í kjölfarið að víkja af fundi ráðsins.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur nú sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að bæði lögfræðingar sviðsins, og lögfræðingar miðlægrar stjórnsýslu, telji fundinn hafa verið lögmætan.

„Allir fulltrúar í ráðinu vissu af fundinum. Tæknilegir örðugleikar – tímabundin bilun í tölvukerfi - olli hins vegar því að fundardagskrá og gögn voru send út seinna en venja er. Innsláttarvillur í netföngum urðu til þess að ákveðnir ráðsmenn fengu boðun á fundinn seinna en aðrir en fulltrúarnir voru í samtali við starfsfólk sviðsins sem baðst velvirðingar á mistökunum og allir mættu á fundinn.“ segir í tilkynningunni.

Þá er starfsfólk sviðsins sagt hafa unnið að fullum heilindum að boðun fundarins, og gefið fulltrúum minnihlutans kost á að fá frestun á öllum þeim málum sem þeir óskuðu eftir. Auk þess hafi verið ákveðið að halda aukafund í ráðinu næsta föstudag, til að gefa þeim fulltrúum sem kusu að yfirgefa fundinn tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum við þau mál sem heimilt er að fullnaðarafgreiða á framfæri.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is