Jón Gnarr borgarstjóri undirritaði á mánudaginn samning fyrir hönd Reykjavíkurborgar við KFUM og KFUK. Samkvæmt samningnum fá samtökin 28,5 milljóna króna styrk á næstu tveimur árum. Styrkurinn er veittur í því skyni að „efla starf samtakanna i Reykjavík, æsku borgarinnar til heilla,“ segir á vef borgarinnar.

„Reykjavíkurborg hefur átt náið samstarf við KFUM og KFUK á liðnum árum og í samningnum er kveðið á um samstarfið milli aðila og mörkun framtíðarstefnumótunar í samskiptum þeirra til tveggja ára.“ KFUM og KFUK eru frjáls félagasamtök, sem starfa á grundvelli hinnar evangelísku lúthersku kirkju, einkum meðal barna, unglinga og ungs fólks.