Jining er ein af þeim borgum í Kína þar sem sinkholes eða gígar eru um allt og borgin er hægt og rólega að sökkva. Sinkholes eða gígar myndast þegar vatn seytlar niður í mjúkan jarðveg og hann síðan gefur sig og við það myndast gígur. Þetta getur gerst fyrirvaralaust eða þar sem námuvinnsla er algeng.

Það eru iðnaðarborgir eins og Jining sem sjá Kína fyrir orku og hita og eru jafnan kallaðar kolaborgirnar. Kolanámur eru um alla borg og í nágrenni við hana. Og nú er ástandið þannig í Jining að borgin er nánast að sökkva og er að verða óíbúðarhæf vegna gíganna sem eru að myndast hér og þar í borginni.

Xiao Guoqiang hefur neyðst til að flýja borgina en fjölskylda hans hefur búið í borginni í fjórar kynslóðir. Hann fann sprungu í nýbyggðu húsi sínu á dögunum og eftir að hafa fylgst með húsum nágranna sinna sökkva ákvað hann að nú væri komið nóg.

Fyrir tíu árum leit allt vel út og svæðið sem Xiao bjó á var blómlegt landbúnaðarsvæði. En gígarnir eru að eyða um 20 milljónum fermetrum af landi á ári samkvæmt Jining Land Resource Burueau og hafa gert um 100 þúsund manns heimilislaus, mest af öllu bændur og fjölskyldur þeirra, á síðustu tíu árum.

Yfirvöld í Kína spá að árið 2090 muni einn þriðji af Jining, svæði sem er á stærð við Los Angeles, falla ofan í jörðina og um 5 milljónir manna verði heimilislaus í kjölfarið. CNN segir frá málinu í dag á vefsíðu sinni .

Yfirgefinn skóli í þorpi Xiao. Allir íbúar, 3000 manns, hafa verið fluttir á brott.
Yfirgefinn skóli í þorpi Xiao. Allir íbúar, 3000 manns, hafa verið fluttir á brott.

Landið liggur lágt og því fyllast holurnar af vatni.
Landið liggur lágt og því fyllast holurnar af vatni.