Nýir eigendur hafa keypt tæki, tól og lager af þrotabúi Loftorku í Borgarnesi en félagið var sem kunnugt er úrskurðað gjaldþrota fyrr á þessu ári. Hið nýja félag heitir um sinn LOB ehf. en mun á næstunni taka upp nafnið Loftorka Borgarnesi í samræmi við samkomulag við skiptastjóra.

Það eru feðgarnir Óli Jón Gunnarsson og Bergþór Ólason sem fara fyrir hópi nýrra eigenda. Óli Jón var áður framkvæmdastjóri Loftorku og verður það áfram en Bergþór verður nýr fjármálastjóri.

Auk þeirra koma fleiri að verkefninu, allir tengdir Borgarnesi með einum eða öðrum hætti, þar á meðal nokkrir starfsmenn Loftorku.

Að sögn Bergþórs kaupa nýir eigendur öll tæki félagsins auk rekstursins sjálfs. Fasteignir Loftorku verða hins vegar leigðar af Íslandsbanka.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag en þá hefur Loftorka einnig gengið frá samningum um sölu eininga til Færeyja. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .