*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 3. janúar 2017 10:12

Borgun kaupir ungverskt fyrirtæki

Borgun hefur gengið frá kaupum á 45% hlut í ungverska fyrirtækinu B-Payment sem og samið um kaup á öllum eftirstandandi hlutum í fyrirtækinu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Borgun hf. hefur gengið frá kaupum á 45% hlut í ungverska fyrirtækinu B-Payment Szolgáltató Zrt (B-Payment) sem og samið um kaup á öllum eftirstandandi hlutum í fyrirtækinu. Kaupin á 45% hlutnum áttu sér stað þann 17. desember á síðasta ári. Greiður vegna eftirstandandi hluta koma til greiðslu á næsta ári og svo árið 2020. Seljendurnir eru Invendor Holding Kft., Pallas SEM og Ádám Farkas. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgun.

„Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi enda gríðarleg tækifæri á þessum markaði.  B-Payment er öflugt fyrirtæki á þessu sviði og staðsetning þess í miðri Evrópu gefur mikil tækifæri til vaxtar,“ er haft eftir Hauki Oddssyni, forstjóra Borgunar í tilkynningunni.

B-Payment var stofnað árið 2014 af Zsombor Imre og Marton Bati, en það var stofnað til að vinna með Borgun hf. að sölu á færsluhirðingarþjónustu í Ungverjalandi. „Í dag starfar félagið bæði í Ungverjalandi og Tékklandi sem sölu- og þjónustuaðili fyrir Borgun hf.  Hjá B-Payment starfa um 30 manns.  Viðskiptavinir Borgunar í Ungverjalandi og Tékklandi voru í lok árs 2016 tæplega 4.000 og er áætluð velta þeirra nálægt 35 milljörðum íslenskra króna,“ segir að lokum í tilkynningunni.

Stikkorð: Borgun Ungverjaland kaup B-Payment