Samkvæmt nýju virðismati á greiðslukortafyrirtækinu Borgun sem unnið var af KPMG er fyrirtækið metið á 19 til 26 milljarða. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Efri mörk verðmatsins, 26 milljarðar, taka fullt tillit til yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe en Borgun mun eiga rétt á greiðslum vegna yfirtökunnar.

Landsbankinn tilkynnti um sölu á 31,2% hlut í Borun til hóp fjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014 en söluverðið var 2,2 milljarðar. Ef hluti Landsbankans er metinn út frá virðistmati KPMG ætti hluturinn í Borgun að vera á milli 6 til 8 milljarðar.

Íslandsbanki er nú stærsti eigandi Borgunar með 63,5% eignarhlut, en gera má ráð fyrir að virði hlutarins sé metinn á bilinu 12 til 16,5 milljarða.