*

fimmtudagur, 29. júlí 2021
Innlent 30. nóvember 2020 10:10

Borgun segir upp 29 manns

Huldufyrirtækið sem tilkynnti hópuppsögn til Vinnumálastofnunar fyrir helgi er Borgun.

Jóhann Óli Eiðsson
Haraldur Guðjónsson

29 starfsmenn Borgunar eru hluti af hópuppsögn sem tilkynnt var um í dag hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Alls hafa verið ráðnir nærri 60 nýir starfsmenn til Borgunar á síðustu mánuðum í tengslum við yfirstandandi umbreytingu Borgunar yfir í þjónustumiðað tæknifyrirtæki. Á sama tíma hefur verið dregið úr umsvifum á öðrum sviðum fyrirtækisins til að snúa við rekstrartapi. Það hefur því miður kallað á fækkun starfsfólks á þeim sviðum,“ segir í tilkynningunni.

Fyrir helgi var sagt frá því að Vinnumálastofnun hefði borist tilkynning um hópuppsögn í fjármálageiranum en ekkert fjármálafyrirtæki kannaðist við þá uppsögn. Þá hafði starfsfólki ekki verið tilkynnt um uppsagnirnar. 

Stikkorð: Borgun