„Þessi leki er þess eðlis að okkur þykir fyllsta ástæða til að hann verði rannsakaður,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, í samtali við DV . Þar er greint frá því að stjórnendur Borgunar íhugi að krefjast rannsóknar á því hvort bankaleynd hafi verið rofin þegar upplýsingar um úttekt fyrirtækisins af reikningi Sparisjóðs Vestmannaeyja rötuðu í fjölmiðla í lok síðasta mánaðar.

Þegar fréttir bárust af slæmri stöðu sjóðsins í síðasta mánuði hófu viðskiptavinir hans áhlaup á hann sem nam tæpum 700 milljónum króna og rýrði laust fé hans um helming. Í kjölfarið gekk sjóðurinn inn í Landsbankann fyrir tilstuðlan Fjármálaeftirlitsins.

Tveimur dögum eftir að tilkynnt var um samrunann birtist frétt í Morgunblaðinu um að Borgun hefði tekið rúmar 200 milljónir króna út úr sjóðnum í áhlaupinu, en þess var ekki getið hvaða upplýsingarnar komu.