Bor­is John­son borg­ar­stjóri Lundúna ætl­ar að „öll­um lík­ind­um“ að bjóða sig fram í þingkosningunum í Bretlandi sem fara fram á næsta ári.

John­sonhélt ræðu um Evrópumál í morgun og var spurður um mögulegt framboð. Hann útilokaði hins vegar að hætta sem borgarstjóri fyrr en kjörtímabili hans lyki árið 2016.

Dav­id Ca­meron for­sæt­is­ráðherra Bret­lands fagnaði hugsanlegu framboði John­son á Twitter.

Johnson hefur hefur verið ein helsta stjarna Íhaldsflokksins frá því að hann sigraði borgarstjórakosningar í Lundúnum í maí 2008. Hann er fæddur árið 1964 og er líklegur arftaki David Cameron ef Íhaldsflokkurinn tapar næstu þingkosningum.

Samkvæmt nýjustu könnun YouGov fyrir Sunday Times sem birt var 2. ágúst mælist Íhaldsflokkurinn með 35% fylgi en Verkamannaflokkurinn með 38% fylgi.

Hinn stjórnarflokkurinn, Frjálslyndir demókratar, fá 7% samkvæmt könnuinni en UKIP, sem berst gegn veru Bretlands í ESB, 12%.