Boris Johnson borgarstjóri Lundúna mun beita sér fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum rétt í þessu.

Johnson, sem er einn mesti áhrifamaðurinn innan breska Íhaldsflokksins, segir að hann hafi lengi haft áhyggjur af því að Evrópusambandið sé stjórnlaust.

Hann hefur þó hrósað Cameron fyrir samninginn við Evrópusambandið en segir að grundvallarbreytinga sé hins vegar þörf á sambandinu, sem samningurinn breytir engu um.

David Cameron forsætisráðherra hefur óskað eftir því við Johnson að hann styðji veru Breta í Evrópusambandinu. Niðurstaða Johnson er án efa mikil vonbrigði fyrir Cameron.

Kosningin um veru Breta í Evrópusambandinu fer fram 23 júní.

Hér má sjá upptöku af fréttamannafundi Boris Johnson á vef Telegraph.