Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur leyst fjármálaráðherrann Sajid Javid frá störfum. Boris hafði hafði beðið Javid um að reka sína nánustu ráðgjafa en eftir að Javid neitaði að verða við því sá Boris engan annan kost í stöðunni en að leysa ráðherrann frá störfum. FT greinir frá þessu.

Javid ku hafa mætt á fund Boris með Boris í síðustu viku þar sem hann hafnaði formlega bón hans um að ráðgjöfunum yrði gert að víkja úr starfi. Lið fjármálaráðherrans fyrrverandi hefur átt í deilum við lið forsætisráðherrans, en þrætuepli deilunnar mun hafa snúist um hvor aðilinn bæri ábyrgð á að semja komandi fjárlög.

Rishi Sunak, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, hefur verið skipaður fjármálaráðherra í stað Javid. Sagt er að Boris hafi viljað að hans fyrsta uppstokkun á ríkisstjórninni yrði hófleg, en ákvörðun hans að taka Javid á teppið hafi komið í bakið á honum.