Frumkvöðull á sviði tölvunarfræði á í viðræðum við menntayfirvöld í Bandaríkjunum um að selja þeim tölvuleik sem fræðsluefni um hættuna sem stafar af eiturlyfjum, áfengi og offitu.

Frumkvöðullinn er einungis 21 árs að aldri, eftir þvi sem Belfast Telegraph greinir frá. Hann stofnaði hugbúnaðarfyrirtæki sitt einungis 18 ára gamall. Hugbúnaður sem notaður er í skólanum hefur verið tekinn í notkun í 300 skólum í Englandi, Skotlandi og Wales. Einnig hefur verið þróað forrit sem foreldrar geta halað niður heima þannig að börnin geta líka fræðst þar.

Forritið heitir „Þú og heimurinn“. Höfundur segir að markmiðið með því sé að ungt fólk geti lært ýmislegt um þau áreiti sem verði á vegi þeirra þegar þau alast upp. En forritið eigi líka að vera skemmtilegt svo börn geti leikið sér í tölvum.