*

föstudagur, 22. nóvember 2019
Innlent 23. maí 2017 08:35

Börn meðal látinna í Manchester

Að minnsta kosti 22 hafa látið lífið og 59 slasast í sjálfsmorðsprengjuárás í Bretlandi. Breska pundið veiktist á mörkuðum.

Ritstjórn
epa

Breska pundið veiktist ásamt framvirkum samningum í Bandaríkjunum og japanska jenið styrktist, í kjölfar aukinnar varfærni markaðsaðila eftir hryðjuverkaárásina í Manchester í gærkvöldi. Árásin varð klukkan 22:35 á staðartíma, en Bretland er klukkutíma á undan Íslandi meðan sumartími er í gangi, undir lok tónleika með Ariana Grande á Manchester leikvanginum, sem getur hýst allt að 21 þúsund áhorfendur.

Söngkonan, sem er 23, hafði yfirgefið sviðið, en hún er vinsæl meðal ungra stelpna og barna og voru margir foreldrar í öngum sínum að leita að börnum sínum í uppþotinu sem varð í kjölfar árásarinnar. Eru að minnsta kosti 22 látnir, þar á meðal börn, og 59 slasaðir eftir árásina sem varð nálægt innganginum við Victoria lestar- og sporvagnastöðina. Er talið að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða.