Tæplega 4.500 skólabörn hefja nám við grunnskóla landsins frá og með deginum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Miðað við óvísindalega könnun Viðskiptablaðsins kostar um 2.700 krónur að kaupa helstu námsgögn samkvæmt innkaupalista grunnskólanna.

Á innkaupalistanum eru pennaveski, helstu ritföng, sögubækur, stílabækur ofl. Miðað er við að meðaltal lægsta verðs sem ritfangaverslanir bjóða upp á. Þar að auki þarf að kaupa skólatösku sem getur kostað fallt frá 995 til 20.000 króna.

Ef við gerum ráð fyrir að keypt sé nokkuð ódýr skólataska gæti hún kostað um 7.000 krónur.

Heildarkostnaðurinn við það sem barnið ber á bakinu fyrsta skóladaginn má því áætla að kosti um 9.700 krónur.

Þetta jafngildir 43.640.000 króna útgjöldum á allar þær fjölskyldur sem ný fylgja börnum sínum í skólann í fyrsta sinn.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.