Hlutabréf eru góð gjöf fyrir börn og kennir þeim um gildi fjármuna, að mati höfundar greinar sem fjármálasíða Yahoo birtir í dag. Í greininni er farið í gegnum hvernig hægt að gera hlutabréfakaupin slík að þau verða áþreifanleg gjöf.

Pistlahöfundurinn mælir með kaupum í félögum sem höfða á einhvern hátt til yngri kynslóðarinnar. Þannig er hægt að kaupa hlutabréf í Disney, Harley Davidson, Coca Cola eða súkkulaðiframleiðandanum Hershey.

Því næst er hægt að sækja hlutabréfaskírteini á heimasíðu fyrirtækjanna eða með aðstoð fyrirtækja sem sérhæfa sig í slíku. Foreldrar ættu næst að ramma skírteinið inn, pakka því í gjafapappír og setja undir tréð.