Á Vegvísi Landsbankans segir að Borse Dubai uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til eigenda kauphallar í Svíþjóð samkvæmt úrskurði sænska fjármálaeftirlitsins sem birtur var í dag.

Leyfið nær bæði til umsóknarinnar um 20% óbeinan eignarhlut í OMX samkvæmt samkomulaginu við Nasdaq og upprunalegu umsóknarinnar um 100% beina eign. Nasdaq fékk samþykki fjármálaeftirlitsins í september svo nú eru engar formlegar hindranir í vegi þess að Nasdaq og Borse Dubai kaupi OMX samkvæmt sameiginlegu útistandandi tilboði til hluthafa.