Stærsti viðskiptafréttamiðill Danmörkur, Børsen hefur verið seldur til nýrra eigenda.

Sænska fjölmiðlasamsteypan Bonnier hefur átt Børsen síðaðstliðin 46 ár. Nýjir eigendur eru danska fjölmiðlasamsteypan JP/Politikens Hus, en hún á og rekur m.a. fjölmiðlana Jyllands-Posten, Politiken og Extra Bladet. Kaupverðið er um 800 milljónir danskra króna, en það er um 15,2 milljarðar íslenskra króna.

Tomas Franzén forstjóri Bonnier segir að félagið hafi fengið gott verð fyrir Børsen „Þetta hjálpar okkur að losa fjármagn sem við getum nýtt til að fjárfesta í öðrum geirum hagkerfisins þar sem við sjáum fram á góðan vöxt.“

Børsen er gefið út í 48.000 eintökum, daglegir lesendur blaðsins eru um 150.000 og um 20 milljónir heimsækja heimasíðu miðilsins í hverjum mánuði.