The Boston Globe hefur verið selt eiganda hafnaboltaliðsins Boston Red Sox. The New York Times keypti fyrirtækið fyrir 1,1 milljarð bandaríkjadala árið 1993 en seldi það nú fyrir aðeins 70 milljónir dollara, ekki nema brot af kaupverðinu. The Boston Globe hefur jafnan verið talið með virtari blöðum í Bandaríkjunum. Líkt og segja má um fjölda annarra dagblaða hafa auglýsingatekjur blaðsins dregist mikið saman síðustu ár og sala sömuleiðis.

Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um málið segir að The New York Times hafi undanfarið unnið að því að losa um eignir sem ekki tengjast meginrekstrinum. Fyrirtækið hyggst breyta nafni International Herald Tribune í the International New York Times með því markmiði að ná betur til lesenda um allan heim.