Strætó bs. hefur verið dæmt til að greiða Allrahanda GL ehf. 100 milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmæts útboðs Strætó.
Ekki hefur verið ákveðin bótafjárhæð í öðru máli gagnvart Teiti Jónssyni ehf., en bótaskyldan hefur verið viðurkennd að því er Fréttablaðið greinir frá.

Málið snýst um lokað útboð á akstri strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu sem fór fram í upphafi ársins 2010, þar sem samið var að lokum við Hagvagna hf. og Kynnisferðir ehf. Í ljós kom svo síðar að vagnar Hagvagna uppfylltu ekki þær kröfur sem gerðar voru í útboðsgögnunum og að Hagvögnum voru afhentir vagnar til að geta staðið við sínar skuldbindingar.

Töldu bæði Allrahanda og Teitur Jónasson að meginreglur útboðsins hefur verið brotnar og höfðuðu mál til greiðslu bóta vegna tapaðs hagnaðar. Upphafleg krafa Allrahanda hafði numið tæpum 530 milljónum króna sem miðast hafði við mat dómskvædds matmanns, en yfirmatsmenn mátu hins vegar tjónið 289 milljónir.