„Það er ekkert um þennan úrskurð að segja,“ segir skattakóngurinn og Vatnsendabóndinn Þorsteinn Hjaltested í samtali við Fréttablaðið í kjölfar þess að héraðsdómur vísaði í síðustu viku frá kröfu hans um að Kópavogsbær greiði honum í kringum 7 milljarða króna með vöxtum. Kópavogsbær tók 864 hektara úr jörðinni eignarnámi árið 2007 og fékk Þorsteinn 2.250 milljónir króna fyrir landið í svokallaðri sáttargerð auk þess sem hann átti að fá 11% af öllum byggingarrétti fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði á svæðinu. Þorsteinn sagði bæinn ekki hafa staðið við sitt.

Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Þorsteins í gegnum tíðina. Í maí í fyrra dæmdi Hæstiréttur á þann veg að dánarbú Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested, afa Þorsteins, ætti jörðina Vatnsenda.