Umsóknum um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum jukust um 32 þúsund í vikunni sem lauk 20. september.

Alls sóttu 493 þúsund um bætur vegna atvinnumissis og hafa ekki borist fleiri umsóknir síðan í kjölfarið á hryðjuverka árásunum 11. september árið 2001.

Sérfræðingar á fjármálamarkaði höfðu gert ráð fyrir að umsóknum myndi fækka um fimm þúsund í vikunni.