Nokkurri óvissu um fjármálaleg skilyrði heimila hefur verið eytt með nýföllnum dómum Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána og meðferð vaxtaliðar slíkra samninga. Að öðru óbreyttu ætti það að skýra skuldastöðu heimila sem aftur leggur ákveðinn grundvöll að aðgengi þeirra að lánamarkaði. Hins vegar virðist botninum á íbúðamarkaði ekki vera náð hvað verðþróun varðar, eins og áður hefur komið fram.

Þetta segir í nýjum Peningamálum Seðlabankans.

„Þrátt fyrir það var mikil aukning umsvifa á fasteignamarkaðnum í september og er það e.t.v. til marks um bætt skilyrði hluta heimilisgeirans, en skuldastaða heimila eftir fjármálakreppuna er mjög misjöfn. Reikna má með því að efnahagsreikningar hluta heimila beri merki misgengis almenns verðlags og húsnæðisverðs um nokkurt skeið.“