Hnúturinn í maga fjárfesta hertist enn frekar í gær þegar bjallan í Kauphöllinni kvað við í lok dags: Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri síðan í október 2005. Þegar litið er til gengisþróunar félaga í Úrvalsvísitölunni síðasta árið hafa sex félög náð sínu lægsta gengi: Atorka, Eimskipafélagið, Exista, Icelandair Group, Landsbankinn og Teymi. Þeim vendipunkti var reyndar náð við lok markaðar á mánudag. Þetta er nokkuð stór hluti, sé litið til fjölda félaga, því Úrvalsvísitalan telur einungis 13 félög, eins og sakir standa. En getur mest verið 15 félög.

Fjármálafyrirtæki skipa Úrvalsvísitöluna að langstærstum hluta og því er eðlilegast að bera þróun hennar saman við aðra fjármálavísitölu. Á grafi hér á síðunni má sjá þróun Úrvalsvísitölunnar á einu ári, borið saman við sænsku bankavísitöluna. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 43% á tímabilinu en sú sænska um 30%.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .